miðvikudagur, 18. janúar 2006

Það er gott að eiga flugmiða...
Kúrbíturinn og veturinn hafa aldrei verið góðir vinir og eiga fátt sameiginlegt. Því hefur það verið stefna Kúrbítsins að kíkja sem oftast af landi brott yfir dimmustu mánuðina. Stundum stutt en stundum lengi. Það eru þrjár yndislegar árstíðir á Íslandi en sú fjórða er svo sannarlega erfið.

Kúrbíturinn verður að eiga flugmiða, öruggt sæti til annarra landa. Það er gott að hlakka til einhvers sem brýtur upp mynstrið. Vita af einhverju skemmtilegu handan við hornið. Lífsnauðsynlegt.

Kúrbíturinn hefur bjargað vetrinum 2006...það eru tveir flugmiðar í höfn.

Engin ummæli: