Strikin skipta máli...
Allir eru góðir inn við beinið. Manngæska, traust og kærleikur. Sumum tekst betur upp en öðrum. Lífið margslungið og flókið. Stígurinn þröngur og oft vandrataður. Allir gera mistök, fá fyrirgefningu og læra af reynslunni. Sumt má ekki að gera, margt er bannað.
Allir hafa strik. Strikið afmarkar það sem má og það sem má ekki. Það er þetta strik sem skiptir svo miklu máli. Staðsetning striksins er ekki alltaf sú sama hjá öllum. Hægt er að hafa nokkur strik, kannski ekki mörg en fáein.
Kúrbíturinn hefur sitt strik á góðum stað. Þetta strik gerir það að verkum að Kúrbíturinn er oftast nokkuð gott grænmeti. En það gerist stundum, afar sjaldan, að hann vanvirðir strikið. Afleiðing kemur alltaf í kjölfar örsakarinnar.
Kúrbíturinn vanvirti strikið...
2 ummæli:
Gullið
ussssssssssssssssssss
hvað gerði kúrbíturinn af sér núna? sá í fyrri færslu þinni að þú segist ríkur á flugmiðum en enginn þeirra er þó til Mílanó. Það kalla ég ekki góða frammistöðu.
Do tell...
Skrifa ummæli