New York, New York...
Kúrbíturinn mun dvelja í New York í fimm daga, yfirgefur klakann þann 9. mars. Tilhlökkun og eftirvænting umlykur hvern einasta dag.
Ef þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis búa yfir stórkostlegum fróðleik um þessa mögnuðu borg þá mega þeir svo sannarlega láta Kúrbítinn sinn vita.
Uppástungur að einhverju sem Kúrbíturinn verður að gera, skoða, upplifa, fara, éta, drekka, bragða, lykta, finna eða sjá.
Allt sem ykkur dettur í hug...
5 ummæli:
Já, Victoria´s Secret er nauðsyn.
Kúrbíturinn mun svo sannarlega hafa það bak við eyrað...
Annars hef ég ekki farið til NY, svo ég ætti ekki að segja mikið. Hef þó heyrt að Pampano veitingastaðurinn, Museum of Modern Art og Soho séu staðir sem vert er að kíkja á ;)
Gullið
Þú finnur örugglega margt fallegt á þig í Victoriu Secret. Bara ekki fara fram úr sjálfum þér.
Mæli með Museum of Modern Art (búðin er ekki síðri). Lombardis, elsti Pizzustaðurinn í NY, Baltazars pakkaður franskur veitingastaður sem er eins og hafi verið leyfður að haldast óbreyttur frá stríðsárum æðislegur í hádeginu. Public er líka mjög góður veitingastaður þetta eru allt veitingastaðir í Soho sem er langskemmtilegasta hverfið ef þig vantar fleiri upplýsingar um staðsetningar eða einhvað fleira meilaðu þá bara á mig...benedih@hi.is
Skrifa ummæli