miðvikudagur, 4. janúar 2006

Ólíkt, misjafnt og aftur ólíkt...
Það er misjafnt hvernig fólk lifir lífi sínu, ólík forgangsröðun og misjafnt verðmætamat. Það sem sumum finnst eftirsóknarvert finnst öðrum lítils virði.

Kúrbíturinn hugsar ekki langt fram í tímann. Sumir segja of stutt, fáir segja of langt. Kúrbíturinn getur ekkert gert við þessu, svona vill hann hafa hlutina. Líf hans er einfalt, látlaust en nokkuð fyllt af gleðistundum. Matur, rauðvín og góður félagsskapur. Kúrbíturinn biður ekki um allt, lifir lágt og þarf ekki mikið til að lifa. Lifa vel og vonandi lengi.

Allir vilja vera hamingjusamir og leiðirnar að takmarkinu eru óteljandi margar.

Þetta er leið Kúrbítsins...

Engin ummæli: