Glerkúla einræðisherrans...
Það búa flestir í sinni eigin veröld, lítil, sem þeir skapa sjálfir. Lítil glerkúla þar sem fastir liðir eins og venjulega ráða ferðinni. Vinna, heimili, bíll, fjölskylda og vinir. Það er þessi glerkúla sem hver og einn hefur skapað, handa sér og sínum. Þar líður flestum vel, öruggir með sig og finnst þeim einhvern veginn þeir vera á heimavelli.
Í litlu glerkúlunni telja margir sig vera lausa við alla fordóma. En því fer svo fjarri í raunveruleikanum:
Blökkumenn eru góðir en bara fyrir utan glerkúluna
Samkynhneigðir eru góðir en bara fyrir utan glerkúluna
Innflytjendur eru góðir en bara fyrir utan glerkúluna
Önnur trúarbrögð eru góð en bara fyrir utan glerkúluna
Fólkið í landinu. Einræðisherrar glerkúlanna.
Allt er gott en sumt bara fyrir utan glerkúluna...
1 ummæli:
perche no
Skrifa ummæli