Bækur óskast...
Kúrbítnum finnst Tinnabækurnar vera eitt af undrum veraldrar. Safnar þeim af ákefð og af miklum metnaði. Safnið er nokkuð gott en vantar margt. Erfitt að finna en Kúrbíturinn gefst ekki upp. Fyrr en varir verða allar Tinnabækur sögunnar samankomnar í hillu Kúrbítsins.
Eftirfarandi bækur vantar safn Kúrbítsins:
Tinni í Kongó, Tinni í Ameríku, Vindlar Faraós, Sjö Kristalskúlur, Svarta Gullið, Eldflaugastöðin, Tinni í Tíbet, Vandræði Vaílu, Tinni og Pikkarónarnir, Hákarlavatnið, Bláu Appelsínurnar
Þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis eru beðnir að láta Kúrbítinn sinn vita ef þeir vita hvernig hann getur nálgast einhverjar af ofangreindum titlum.
2 ummæli:
Er Kúrbíturinn algjör sulta?
Stórkostlega bókmenntir sem allir ættu að kynna sér.
Skrifa ummæli