Það er einhvern veginn skrýtið að búa á eyju. Erfitt að flýja, sjá eigið umhverfi úr fjarlægð á hlutlausan hátt. Innstreymi hugmynda og leitni þjóðfélagsins er einstrengislegt og oft á tíðum fátæklegt. Hér er margt en samt svo fátt. Hjarðáhrifin eru sterk og erfitt að synda á móti straumnum. Allt er hægt en oft á tíðum erfitt. Aðgerðir fólksins stjórnast oft ekki af því hvað það sjálft vill. Það stjórnast af því hvernig það telur að aðrir munir upplifa það. Oft lifir fólk fyrir aðra og í gegnum aðra. Fólk sem vill eitthvað annað syndir oft saman. Samsundið verður fljótt mainstream.
Fullkomin hugarró...
Það eru sumir sem hafa náð fullkomnum tökum á eigin huga. Láta ekki umhverfið trufla hugarró sinni. Örn Hreinsson er einn af þessum þróuðu, lengra komnu. Fullkomin hugarró, sjálfsstjórn og taumhald.
Það bítur ekkert á hugarró þessa manns. Borðdansandi kvenfólk á ekki sjéns...

Fólk sem gefur frá sér góða strauma og hljóð...
Air, Ampop, Antony and the Johnsons, Beck, Björk, Bob Dylan, Bonnie “Prince” Billy, Damien Rice, David Gray, Devendra Banhart, Dikta, Dolly Parton, Doors, Elvis Presley, Emiliana Torrini, Haukur Morthens, Hjálmar, Jack Johnson, Jeff Buckley, Johnny Cash, Leonard Cohen, Luis Armstrong, Mannakorn, Massive Attack, Megas, Mugison, Neil Young, Neutral Milk Hotel, Nick Cave, Nick Drake, Nirvana, Nouvelle Vague, Luciano Pavarotti, Pálmi Gunnarsson, PJ Harvey, Portishead, Radiohead, Rufus Wainwright, SigurRós, Simon & Garfunkel, Smiths, Smog, Spilverk Þjóðanna, St. German, Stevie Wonder, Sufjan Stevens, Talking Heads, Tindersticks, Tom Waits, Trabant, Travis, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Þórir...
2 ummæli:
Rataði á þína síðu af síðu Ólafs Stefáns. Á örugglega eftir að kíkja við aftur. Eitthvað fallegt, gott og stóískt við skrif þín...
Gullið
Þetta er frábær mynd af Ödda og ætli hann myndi nokkuð kippa sér upp við það þó þær væru naktar.
Skrifa ummæli