Innávið útávið...
Það sem fólk gerir og gerir ekki fylgir oft það að annað fólk verður stolt af viðkomandi. Fullt aðdáunnar og hrifningar. Fólk verður því stolt af því sem það GERÐI eða GERÐI EKKI vegna þess að það fékk rós í hnappagatið frá öðru fólki.
Innávið og útávið...auðvelt
En fólk gerir og gerir ekki svo margt sem aldrei kemst upp á yfirborðið. Neðanjarðar. Öðlast aldrei rósina fyrir öll herlegheitin.
Innávið...erfitt
Sumir standa sterkir þrátt fyrir að enginn viti af ágæti þess sem það gerði og gerði ekki.
Styrkleiki...
Aðrir þurfa sífellt viðurkenningu annarra af því sem það gerði og gerði ekki.
Veikleiki...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli