mánudagur, 20. febrúar 2006

Óútskýranlegt samband...
Það er eitthvað samband á milli manns og hests sem erfitt er að útskýra. Sterkur þráður sem liggur djúpt. Einn á hesti í fallegri, ósnortinni náttúru er sannkölluð upplifun. Sterk tenging við umhverfið og gagnkvæmur skilningur við fráa fákinn. Þrátt fyrir þögnina sem umlykur allt.

Kúrbíturinn fór á bak um helgina, skemmti sér konunglega og þakkar Skugga fyrir samveruna. Það er nokkuð víst að Kúrbíturinn mun snúa sér að hestamennsku þegar fram líða stundir. Hestarnir eru fjölskyldufjársjóður Kúrbítsins. Þeir eru í góðum höndum kúrbítsföðursins sem bíður spenntur eftir því að Kúrbíturinn komi sterkur inn í áhugamálið.

Kúrbíturinn stefnir á hrossakaupmennsku...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gullið

Er manni boðið í samstarf og gætum fengið föður okkar til liðs við okkur. Því það hefur hingað til ekki verið mjög erfitt að tala hann til.

Sturluson stórkaupmenn