Lágir stuðlar...
Á árinu 2003 fann Kúrbíturinn upp hinn eina sanna mælikvarða á góð vín í ÁTVR. Ríkið í ríkinu. Kúrbítsstuðullinn er reiknaður með því að deila verði flöskunnar í áfengissprósentuna. Ef rauðvínið Montes Alpha Merlot frá Chile er tekið sem dæmi þá er það 14% að styrkleika og kostar 1.590 kr, útreikningur Kúrbítsstuðulsins verður þar af leiðandi 1590 deilt í 14 og stuðull vínsins 113,57. Eftir því sem stuðullinn er lægri eru kaupin betri.
Hér fyrir neðan er listi yfir 5 rauðvín með mjög lágan stuðul. Ef einhverjir þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis vita um vín í ríkinu með lægri stuðul þá er þeim bent á að hafa samband við Kúrbítinn sinn
Angove's Stonegate Cabernet Shiraz
Uppruni þessa vín er Suður Ástralía. Það er nokkuð rautt með meðalfyllingu, milt með sætum ávaxtakeim. Í ríkinu er kostar það 890 kr. og er hvorki meira né minna en 14% að styrkleika. Stuðull Kúrbítsins á þessu víni er því 63,57. Lægsti stuðull sem finna má í ÁTVR.
Pacific Coast
Pacific Coast er frá Chile sem hefur verið eitt af vinsælustu vínræktarlöndum undanfarinna ára. Vínið er rúbínrautt, með meðalfyllingu, þurrt og milt með lítil tannín. Ennfremur býr vínið yfir þroskaðum rauðum ávöxt með krydduðu laufi. Það kostar 850 kr. og er 12,5% að styrkleika. Kúrbítsstuðullinn er þar af leiðandi 68,00, sem er hreint út sagt stórkostlegt.
Alta Vista Malbec Premium
Alta Vista Malbec Premium er frá Suður Ameríku, nánar tiltekið Argentínu. Það er dökkmúrsteinsrautt með góðri fyllingu, þurrt og ferskt með mjúk tannín. Einkennist af þroskaðum ávöxt með grösugum jar. Vínið er 13,5% og verðið aðeins kr. 920 kr. Kúrbítsstuðullinn reiknast þar af leiðandi einungis 68,15 sem verður að teljast framúrskarandi á íslenskum markaði.
Rocca Rosso Salento
Þetta vín er frá Pugliu sem er hérað á Suður-Ítalíu sem hefur verið mjög vaxandi vínræktarhérað á undanförnum árum. Þetta vín er með meðalfyllingu, mjúkt, kryddað og nokkuð ávaxtaríkt. Það kostar kr. 890 kr. og er 13% að styrkleika sem gerir Kúrbítstuðul upp á 68,46.
Casa Milani
Hér er komið að öðru ítölsku víni, upprunið í suðurhluta landsins. Vínið er múrsteinsrautt með góðri fyllingu, þurrt, sýruríkt og tannístk með nokkuð þroskuðum, krydduðum grösugum keim. Verðið á því er 790 kr. og er 11,5% og er stuðull Kúrbítsins því 68,70.
Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.
3 ummæli:
benni heimsborgari
Mæli Með áströlsku eðalrauðvíni sem verðlaunað hefur verið í bak og fyrir og heitir að ég held Windham Estate. Er að mig minnir 14.5% þar sem þið bræðurnir virðist miða við þann stuðul. Ekki sakar að hún kostar 1390kr sem ég tel ekki svo mikið fyrir eðalvín.
Þannig að þú drekkur einvörðungu til að gleyma ??
Ekki hefi jeg ennþá þróað bjórstuðul Bjergvehns. Það er einvörðu bragðið er dæmir um gæðin að mínu mati. En þess má reyndar nefna hér að bestu belgísku bjórarnir eru fra 6% og uppúr. Í köben um daginn fann jeg eðal Belga munka og voru þeir í kringum 11% í styrkleika, þó eigi hafi farið fyrir neinu áfengisbragði, aðeins gæðum.
Til gamans má geta að samkvæmt mínum útreikningum er Kúrbíts stuðullinn á Tindavodka er ekki nema 73.
Búrhvalurinn
Ég skil hvorki upp né niður í þessari færslu og þessum útreikningum og kaupi því aðeins spænskt vín sem hefur yfir 13% alkahol
Skrifa ummæli