þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Sáttur...
Það er góður eiginleiki að vera sáttur. Sáttur við sjálfan sig, alla menn og hvert einasta dýr. Að vera sáttur er ekki það sama og vera saddur. Saddur af metnaði, framförum, markmiðum og elju. Kúrbíturinn er sáttur við sjálfan sig, jákvæður í eigin garð og horfir fram á veginn. Horfir fram á veginn í þeirri von að bæta sig sem persónu og þær undirstöður sem hann vill standa fyrir í þessu lífi.

Kúrbíturinn hefur breytt tveimur atriðum í lífi sínu, innlimað eitt en aflimað annað. Snerta einvörðungu Kúrbítinn og þann litla heim sem hann hefur skapað með sjálfum sér. Kúrbíturinn er eingöngu að þiggja en ekki gefa. Formúlan gengur ekki upp, 2+2=5. Til langs tíma leitar hún í jafnvægi, segir kenningin. Kúrbíturinn er óháður og er ekki að taka frá öðrum. Hann hlýtur þá að vera að skapa og mun eiga innistæðu til gjafa í framtíðinni.

Svo er nú það...

Engin ummæli: