Hamingja er hugarástand, oft óháð ytri skilyrðum og aðstæðum. Sumir eru hamingjusamir þó ekkert gangi upp í lífinu, aðrir finna hana aldrei þó allt leiki í lyndi.
Ytri aðstæður eru aldrei fullkominn mælikvarði á hamingju og lífsfyllingu...
Veltingur...
Margir hafa velt því fyrir sér hvort verið sé að opna álver eða óliver á Húsavík...
Styttist í sumarið...
Kúrbítinn er farið að lengja eftir sumrinu. Telur niður dagana, einn í einu og alla sem einn.
Kúrbíturinn er plústölukall þegar kemur að hitamælum...

Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.
2 ummæli:
Ég held að Óliver yrði mjög betri kostur. Þá yrði allavega ást í loftinu í stað mengunar.
Þú ert dálítið eins og persónulegi trúbadorinn á þessari mynd. En hún er mjög flott...
Góða helgi á Óliver 101...
Stjarnan :-)
Búrhvalurinn
Þessi mynd minnir framhlið metsölubókar. Ætli hún yrði ekki auglýst svona:
Skrudda kynnir bókina "Ef þér hlotnast hamingja" Síðasti hluti í hinni mögnuðu hamingju-seríu eftir Kjartan Sturluson.
Bók sem allir sannir aðdáendur ættu ekki láta framhjá sér fara. Minnum einnig á fyrri bækur Kjartans í þessari seríu "Halló hamingja" og "Ef mjólk er góð þá er hamingjan betri"
Skrifa ummæli