Lítið, sjaldan, gott...
Kúrbíturinn er spar á ljósin í íbúð sinni. Kveikir ávallt týru. Bölvar ekki myrkrinu. Ekki er um rómantískar hugleiðingar að ræða heldur finnst Kúrbítnum leiðinlegt að skipta um ljósaperur. Ef hann notar ljósin lítið, duga perurnar lengur. Kúrbíturinn lendir því sjaldnar í hremmingum ljósaperuskiptinga.
Þegar allar perurnar hafa sungið sitt síðasta er kominn tími á að skipta um íbúð, skipta um stað...
3 ummæli:
Búrhvalurinn
Hérna hjá mér vinna perurnar saman. Allar verða þær ónýtar á sama tíma, alveg ótrúlegt hvernig þær fara að þessu, en það má segja að þetta sé eitt af undrum rafmagnsins.
í stað þess að skipta um íbúð þá bíðurðu bara sæþóri í mat...honum finnst svo gaman að skipta um ljósaperur í annarra manna húsum;) Samanber sællar minningar á Ítalítíalí....
Kúrbítnum finnst þetta vera stórkostleg lausn og hefur nú möguleika á því að lifa sæll og lengi á Þórsgötunni
Skrifa ummæli