Án árangurs...
Kúrbíturinn er í sífelldri leit að hinni einu sönnu. Leitar án afláts. Í hverjum krók og í hverjum kima. Þar til nú hefur leitin að þessari einu sönnu ekki borið árangur.
Þar til hún finnst verður Kúrbíturinn að láta sér þessar röngu að góðu...
Sumt er ekki hægt...
Kúrbíturinn sat á flottum veitingastað í New York á dögunum. Hallaði sér aftur í stólinn, lét fara vel um sig og velti fyrir sér matseðlinum. Kom auga á stórkostlegan rétt. Álitlegur. Kúrbíturinn var við það að panta sér kræsingarnar þegar hann kom auga á mikilvægt atriði. Rétturinn innihélt grænmetistegundina kúrbít. Snérist hugur á svipstundu og pantaði sér eitthvað allt annað.
Kúrbíturinn borðar ekki bræður sína...
4 ummæli:
Ágæti Kúrbítur!
Það er erfitt að finna réttu rauðvínstegundina! Prófaðu að fara til Frakklands og kafaðu djúpt í innviði landsins! Góður bóndi mun finna þig og færa þér réttu tegundina ... Ekki pína sjálfan þig! Láttu röngu tegundirnar í friði og farðu í ferðalag ástarinnar ... í leit að hinni einu sönnu rauðvínsflösku!
Kveðja,
Eldri borgari
Ertu búinn að leita á Oliver?
Finnur hana á Kaffibarnum á laugardaginn!!!
Mundu að þegar þú ert með einhverri rangri þá ertu á því augnabliki að missa af möguleikanum á því að hitta hina einu réttu.
Eins og sumir segja: Það er auðveldara að finna Miss Right Now en Miss Right.
Stjarnan ;-)
Skrifa ummæli