Ástæður að baki...
Ítalir hafa lengi haft illan bifur á kaffimenningu Bandaríkjanna. Þeir kalla könnukaffið Caffé Americano og gefa þeim hornauga sem panta þann fjanda. Kúrbíturinn komst að því um helgina að það liggja ástæður að baki. Réttlætanlegt. Kaffimenningin í New York er langt í frá að vera háþróuð, laghent og skemmtileg.
Ásættanlegur Espresso var vandfundinn og jafnvel illfinnanlegur. Óskiljanlegt. Kúrbíturinn fann þrjá Espresso í New York sem stóðust væntingar hans, naut þeirra vel og bjó að þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli