Einhvern tíminn...
Það er svo ótal margt skemmtilegt sem getur gerst í þessu jarðlífi. Sumt í gær, eitt í dag og annað á morgun. Óútreiknalegt. Margt kemur á óvart en annað er fyrirséð. Það sem er í dag verður ekki endilega á morgun. Fátt hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Fallvaltur er dagurinn. Þó eitthvað gerist ekki í dag getur það gerst einhvern tímann. Flest getur gerst í þessum einhverjum tíma.
Í einhvern tímanum getur allt gerst...
Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli