Góð skipti...
Það var sú tíð að Kúrbíturinn átti sér einn gullmola sem metinn var til fjár. Hann var fágætur og ævaforn. Þessi gullmoli var ægifögur sportbifreið frá þýska framleiðandanum Mercedes Benz sem rann af færibandinu árið 1981.
Eftir nokkur misseri skyldu leiðir og Kúrbíturinn seldi gullmolann sinn. Hafði gott upp úr krafsinu og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Kúrbíturinn fluttist til Mílanó og tók með sér andvirði gullmolans.
Gullmolinn var annars vegar étinn og hins vegar drukkinn. Það var svo sannarlega gert vel við sig í mat og drykk. Minningarnar stórkostlegar og upplifunin einstök.
Þetta voru góð skipti á gullmola og minningum...
1 ummæli:
Kallinn á Kapló hefur séð verri skipti en þetta....það er ljóst !!!
Skrifa ummæli