Kúrbítnum finnst ljúft að vera að flytja af Þórsgötunni. Tilfinningin segir honum að flestar ljósaperur íbúðarinnar séu að syngja sitt síðasta.
Kúrbíturinn skiptir ekki um ljósaperur...
Nauðsynlegur, stundum unaðslegur...
Hver dagur á sitt upphaf og sinn endi. Sumt er eins frá degi til dags, margt breytist. Espresso í morgunsárið er eitthvað sem aldrei breytist en upplifunin breytileg. Upplifunin fer eftir ástandi Kúrbítsins.
Eftir erfiða nótt og lítinn svefn er fyrsti espresso dagsins einungis nauðsynlegur. Nauðsynlegur til að koma líkama og sál í nothæft ástand. Aftur á móti er fyrsti espresso dagsins eftir góðan svefn hreinn og beinn unaður. Bragðið hríslast um líkamann, lyktin fyllir vitin og áhrifin yndisleg.
Bolli af espresso er alltaf nauðsynlegur og stundum hreinræktaður unaður...
Vængjuð orð...
”Meðferð, fyrr hætti ég að drekka”
Pétur Kristjánsson
Langt yfir skammt...
Margir eru á sífelldri leit að hamingjunni en sumir leita oft langt yfir skammt. Fyrir mörgum er hamingjan eins og regnboginn, sést í fjarlægð yfir öðrum en er horfinn á braut þegar viðkomandi hefur loksins komist þangað.
1 ummæli:
Kúrbíturinn er og verður góður penni ... svarar sumu en lætur annað liggja í loftinu ;)
Kveðja,
Krúttlingur
Skrifa ummæli