föstudagur, 22. september 2006

Komið að kveðjustund...
Með hverjum deginum styttist í brottför Kúrbítsins. Tilhlökkun, spenna og eftirvænting. Undanfarin misseri hefur Kúrbíturinn alið manni í lítilli íbúð á þriðju hæð við Þórsgötuna. Nú tekur önnur íbúð við því mikilvæga hlutverki að hýsa Kúrbítinn. Tekur við keflinu, hlutverkinu og allri ábyrgðinni. Staðsett í annarri borg og öðru landi.

Fáein skot úr íbúð Kúrbítsins henni til heiðurs...





Veltingur...
Getur verið að dagdrykkja á Ölstofunni muni aukast eftir jarðarför NFS...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sárt að sjá eftir Kúrbítnum úr miðbænum ... við viljum náttúrlega ekki sjá á eftir fallega fólkinu í úthverfin ... en um leið spennandi að fá lýsingar frá Mílanó og öðrum borgum sem Kúrbíturinn mun heiðra með nærveru sinni;)
Sýnist Krúttlingi að veggurinn með úrklippunum sé efni í margar áhugaverðar bloggfærslur ...
Ást og friður,
Krúttlingur

Nafnlaus sagði...

Thvilikur heidur ad hafa nafn sitt tharna a veggnum i kozy ibudinni a Thorsgotunni... Tho nafnid se svo smatt ad eigi glogglega gestsaugad that greinir.

Kroatia i dag, milan a morgun. Barcelona 3 - 7 okt...

Heyri i ther ad kvoldi thess 2... Tokum kokteil.

b

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn telur það mikinn heiður að fá nafn sitt á vegg minninganna.

Að öðlast mynd af sér á vegginn er toppurinn...

Þétt djamm verður tekið að kvöldi 2. október í Mílanóborg.

Sumt er á hreinu...

Krist í steríó sagði...

Það verður mikill missir þegar eitt af óskabörnum þjóðarinar fer úr landi. Koma tímar koma ár eins og skáldið sagði forðum daga. Maður verður rétt byrjaður að hefja söknuðarferlið þegar dyrabjallan byrjar að óma með látum hér heima, sem þýðir aðeins eitt! Kúrbíturinn ætlar að þyggja kaffi.