miðvikudagur, 20. september 2006

Sumt er ekki hægt...
Það gerðist eitt sinn fyrir all löngu síðan að ein löngun læddist að Kúrbítnum sem sat makindalega í hægindastólnum sínum. Löngunin fólst í því að kaupa sér stórt hús, lúxusjeppa og fellihýsi, steypa sér í skuldir, auka vinnu sína á kostnað frítíma, öðlast slatta af áhyggjum, stytta biðina í magasár og sykursýki, kaupa sér flatsjónvarp, fylgjast með öllum innantómu sjónvarpsþáttunum, upplifa 3ja vikna sólarlandaferð til Flórída, kíkja í Smáralind um helgar og venja komur sínar á staði sem halda á lofti bandarískri skyndibitamenningu.

Kúrbíturinn fyllti rauðvínsglasið sitt, hallaði sér aftur í hægindastólinn og beið eftir að löngunin liði hjá...

...sem og hún gerði bæði fljótt og örugglega.


Vængjuð orð...
"Hesturinn minn hann heitir Blesi; höfum við saman lifað árin. Ég held áfram en hún styttist; nú óðum leiðin fyrir klárinn.

Blesi minn í brekkunni góðu; búinn er þér hvílustaður. Einhvern tímann ái ég með þér; örþreyttur, gamall og svikinn maður."

Meistari Megas

Engin ummæli: