föstudagur, 15. september 2006

Leggur land undir fót...
Nú er sumrinu lokið á Íslandi en næsta nálgast óðfluga. Sumarið hefst að nýju hjá Kúrbítnum 2. október 2006. Kúrbíturinn mun upplifa nýtt sumar í öðrum löndum en sömu heimsálfu. Mílanó verður heimahöfnin og unnið sig út frá henni.

Barcelona, Hamborg, Flórens, London og Róm eru borgir sem munu njóta nærveru Kúrbítsins...

Lítið hljóð, enginn texti...
Glugginn er sjónvarp Kúrbítsins í íbúðinni hans í Mílanó. Ein stöð og einn þáttur. Allan daginn, hvern einasta dag. Raunveruleikaþáttur um daglegt líf sex ítalskra fjölskyldna. Sorg og gleði, harmur og hamingja.

Yndisleg sápa með misgóðum persónum. Auðvelt að hætta að horfa í nokkra mánuði, missir ekki af einu og ekkert hefur gerst. Mögulega lífið í hnotskurn.

Eitt sinn um hábjartan dag var gróf kynlífssena í þættinum. Líklega framhjáhald í felum fyrir vinnusamri eiginkonu. Engin tilkynning um að efnið væri bönnuð börnum innan átján ára.

Lítið hljóð er gallinn við þáttinn og íslenskur texti ekki í boði...

Gott að eiga hreiður...
Heima eða að heiman, skiptir ekki máli. Alltaf gott að eiga hreiður. Hér eða þar. Spurning um að flýja, komast burt eða aftur heim. Með sama bakgrunn en vera einungis sá eini sem býr yfir hinni einu sönnu vitneskju. Ólíkar áherslur, áhrif og tíðarandi. Setja sig í stellingar fyrir komandi átök. Njóta og mergsjúga alveg í botn.

Svo er nú það...
Að vera á hestbaki í ósnortinni náttúru er það skemmtilegasta sem Kúrbíturinn gerir...í fötum.

Engin ummæli: