Nú er stundin runnin upp sem Kúrbíturinn hefur beðið eftir með töluverðri eftirvæntingu. Moskítóflugurnar eru á undanhaldi og eru eflaust komnar í útrýmingarhættu í hýbýlum mannfólksins.
Ein flaug inn um glugga Kúrbítsins og gerði sig heimakomna. Lítil og lasburða settist hún á handarbak Kúrbítsins. Þreytt og máttvana gerði flugan sig líklega til að stinga Kúrbítinn, sjúga blóðið og fá kraft í litla skrokkinn sinn. Kúrbíturinn lét sér fátt um finnast, fylgdist með atferli hennar til enda og kvaddi loks með virktum.
Kúrbíturinn sýndi góðmennsku sína í verki...
Slysin gera sjaldan boð á undan sér...
Margt gerist af ásetningi en annað svo sannarlega ekki. Sumir missa það, komast ekki á réttan stað. Margir láta óvænt slys eyðileggja kvöldið. Aðrir spýta í lófana, drekka meira og slá í gegn.
Camilla spýtti, drakk og sló í gegn...
2 ummæli:
Ef að þú ert búinn að skoða mailið þitt í dag þá veistu að þú verður að drífa þig heim......það er æfing kl. 18.30 á morgun...þriðjudaginn 24.okt !!!!!
Mótið er bara að skella á !!!
GB
Búrhvalurinn hinn dónalegi:
Ég hefði ekki breytt út af gömlu vana í þessum málum og sagt kokhraustur "Gleypa andskotinn hafi það, GLEYPA" en mín skoðun þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinar
Skrifa ummæli