þriðjudagur, 17. október 2006

Á sinn hátt og allan hátt...
Undanfarna daga hefur Kúrbíturinn alið manni í þýsku borginni Hamborg. Borgin bauð Kúrbítinn sinn velkominn og sýndi allar sínar hliðar.

Góðar og slæmar, dökkar og ljósar...

Nokkrar myndfestar minningar...
Hægt er að nálgast nokkrar myndfestar minningar frá ferðinni til Hamborg undir liðnum "Myndir" hér til hægri eða með því að ýta hér.

Hrærigrautur...
Hamborg hefur að geyma eitt stærsta vændishverfi Evrópu. Svolítið sérstakt á sinn hátt. Þar grúir saman vændishúsum, skemmtistöðum, börum, súlustöðum, veitingastöðum. Kynlegir kvistir, venjulegt fólk og sérkennileg tól. Allt í einum allsherjar hrærigraut.

Kúrbíturinn kíkti inn á litla matstofu eitt kvöldið í þessu hverfi. Kúrbíturinn fékk ekki einungis á tilfinninguna að hann væri einn af fáum inn á þessum stað sem ekki hefðu greitt fyrir kynlíf heldur hefðu líklega flestir fengið greitt fyrir það einhvern tímann á lífsleiðinni.

Svo er nú það...

Upplifun...
Kúrbíturinn kíkti á boltaleik þessa helgina. Gerist ekki oft en gerist stundum. St. Pauli er flottur klúbbur á sérstakan hátt sem spilar á skemmtilegum leikvangi. Í miðri borginni er leikvangur klúbbsins, í námunda við hið víðfeðmda vændishverfi hennar.

Stuðningsmenn klúbbsins eru pönkarar, tónlistarmenn, fyllibyttur, listamenn, útigangsfólk, hórkarlar og vændiskonur. Allir kíkja á völlinn fyrir vinnu eða djamm. Stutt að fara og hentugur leiktími. Alltaf uppselt og rúmlega tuttugu þúsund manns á hverjum einasta leik, nokkuð gott fyrir klúbb sem leikur í þriðju deild.

Merki klúbbsins er hauskúpa, veggjakrot í hávegum haft og meirihluti stuðningsmannanna skartar veglegum hanakampi, líkamslokkum og húðflúrum. Kúrbíturinn tók ákvörðun, skellti sér á miða og kíkti á leik.

Vonbrigðin engin, upplifunin sterk og minningin góð...




4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jabb, ST.Pauli hefur alltaf verið mitt lið, ég ætla rétt að vona að kallinn hafi verslað einhvern souvenir fyrir strákinn........

come on you Paulis !!!!!!

kv,

GB

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn gæti lumað á einhverju góðgæti fyrir strákinn.

Come on you Paulis!!!!

Nafnlaus sagði...

Kúrbítur Hamburg heimsótti,
honum frábært það þótti,
eitt er nú víst,
að lífið hér snýst,
og í borginni ríkir ei ótti.

Takk fyrir komuna.

Smári

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn vill koma á framfæri inilegs þakklætis til Smára síns.

Kúrbíturinn þakkar fyrir sig...