fimmtudagur, 19. október 2006

Svolítið líkt...
Rauðvínsflöskur eru svolítið eins og jólapakkar. Tilhlökkun, fiðringur og spenna í loftinu þegar líður að opnunarathöfninni. Útlitið fallegt og innihaldið stendur oftast en samt ekki alltaf undir væntingum.

Ef innihaldið stenst væntingarnar hríslast unaðstilfinning um líkamann með hverjum rauðvínsdropanum og innilegt sælubros færist yfir andlit þiggjanda jólapakkans.

Aftur á móti ef innihaldið veldur vonbrigðum er rauðvíninu hellt niður en innihaldi jólapakkans falið fyrir umheiminum um ókomin ár.

Sumt er mikilvægara en annað...
Allt getur gerst í þessu lífi. Sumt á undan en annað í kjölfarið. Með lagni er hægt að komast hjá því sem gerist á eftir ef maður leggur líf sitt og sál í verkefnið.

Kúrbíturinn braut svefnsófa en bjargaði rauðvínsglasinu sínu. Allt spurning um rétta forgang, mikilvægi og goggunarröð.

Sumt er mikilvægast...


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

che cazzo fai ........

B

Nafnlaus sagði...

vaffanculo
D

Nafnlaus sagði...

porco dio.....

k