Út um alla Mílanóborg eru rósir boðnar til kaups í nafni ástar og rómantíkur. Fullir af ákefð og bjartsýni bjóða rósasölumennirnir varning sinn til sölu. Getur verið þreytandi til lengdar, leiðigjarnt og nokkuð fústrerandi þegar á líður. Þeir koma margir og spyrja oft. Oftar en ekki fá þeir neikvæð svör en þeir halda áfram í góðri trú og spyrja þann næsta. Stundum fá þeir jákvæð svör annars stæðu þeir ekki í þessu. Kúrbíturinn hefur ætíð afþakkað pent, með góðri samvisku og kaupir aldrei.
Eitt kvöldið sat Kúrbíturinn við gluggann sinn. Gerist oft en alls ekki alltaf. Rak augun í einn af rósarsölumönnum koma heim til sín að loknum löngum vinnudegi. Rósabúntið stórt, salan líklega dræm og tekjurnar lágar. Vonsvikinn út í sjálfan sig vegna óuppfylltra væntingar til sjálfs síns um framfleytingu fjölskyldunnar. Margir munnar að metta, börnin svöng og fötin líklega slitin. Samviskubitið hrjáði Kúrbítinn yfir öllum skiptunum sem hann afþakkaði pent, leit undan og hélt sína leið.
Kúrbíturinn mun næst kaupa rós í nafni ástar og rómantíkur...
Skrýtið en samt svo skemmtilegt...
Kúrbíturinn fékk sér í tánna með bróður sínum eitt kvöldið. Ekki einungis í tánna heldur allar tíu. Kúrbíturinn skilur sumt í þessum heimi en ekki næstum því allt.
Kúrbíturinn mun aldrei skilja afhverju bróðir sinn lá þarna í gólfinu...

1 ummæli:
..skora á þig að kaupa 1 rósarbúnt handa vesalingnum þarna á myndinni - sýnist hann þurfa á því að halda ;)
Skrifa ummæli