Stundum er nauðsynlegt er að kafa djúpt í eigið sálarlíf. Kryfja vandann eða dásama fegurðina. Allt eftir kaflaskiptingu sálarlífsins hjá hverjum og einum. Einstaklingsbundið. Sumir reyta endalaust mittishátt illgresið en aðrir spásera á lakkskóm á glansandi gólfum sálarinnar.
Sálarlíf Kúrbítsins einkennist af glansandi gólfum með fáeinum illa reyttum beðum, fullum af illgresi. Hér og þar, hingað og þangað.
Kúrbíturinn stefnir á að reyta, leggja gólf og skúra...
Enn og aftur, aftur á ný...
Kúrbíturinn er kominn með nýtt símanúmer sem hann verður með fram að heimkomu.
Hið nýja númer er eftirfarandi: 0039-3345988713
Leyndarmál...
Það er yndislegt að eiga leyndarmál, standast það að segja ekki neinum og vera traustsins verður. Leyndarmál segir maður svo sannarlega ekki annarri lifandi sálu.
Ekki einni sálu, ekki tveimur...
Ekkert lifir að eilífu...
Ekkert lifir að eilífu. Allt á sinn tíma, stund og stað. Einhvern veginn svo mikilvægt að njóta stundarinnar. Horfa oftar fram en aftur. Breyta rétt, sjá ekki eftir neinu og vera góð manneskja. Taka ekki neinu sem sjálfsögðum hlut því sumt í dag verður ekki á morgun.
Allt verður til, lifir, fölnar og deyr...
Williamsburg...
Kúrbíturinn heimsótti skemmtilegt hverfi í New Yorks sem ber nafnið Williamsburg. Hverfi sem er fullt af flottum týpum, flottum verslunum, sérkennilegum börum og allra þjóða veitingastöðum.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli