þriðjudagur, 26. desember 2006

Þykist vita en veit ekki neitt...
Lífið er skrýtið, eigin tilfinningar undarlegar og allt einhvern veginn svo hverfullt. Oft er það löngunin sem knýr fólk áfram. Knýr fólk áfram í óstöðvandi leit að fjársjóði lífsins. Sumir vita alltaf hvað þeir vilja og að hverju þeir stefna. Aðrir vita ekkert í sinn haus, ráfa villtir í gylliboðum hversdagsleikans eða synda stefnulausir í einhverja átt. Sumir vilja alltaf það sem þeir ekki þekkja, eitthvað sem er langt í fjarska.

Nú um stundir er Kúrbíturinn er fastur í slíkum löngunum. Vill ekki það sem stendur honum til boða og fær ekki það sem hann virkilega vill. Það sem hann vill hefur hann sjaldan séð í návígi með eigin augum. Með ímyndunaraflinu myndar hann sér skoðun. Innan sem utan og allt um kring. Klæðskerasaumað, sérsniðið og á allan hátt fullkomið.

En fjarlægðin gerir oft fjöllin blá og sumt ómótstæðilegt...

Engin ummæli: