Þykist vita en veit ekki neitt...
Lífið er skrýtið, eigin tilfinningar undarlegar og allt einhvern veginn svo hverfullt. Oft er það löngunin sem knýr fólk áfram. Knýr fólk áfram í óstöðvandi leit að fjársjóði lífsins. Sumir vita alltaf hvað þeir vilja og að hverju þeir stefna. Aðrir vita ekkert í sinn haus, ráfa villtir í gylliboðum hversdagsleikans eða synda stefnulausir í einhverja átt. Sumir vilja alltaf það sem þeir ekki þekkja, eitthvað sem er langt í fjarska.
Nú um stundir er Kúrbíturinn er fastur í slíkum löngunum. Vill ekki það sem stendur honum til boða og fær ekki það sem hann virkilega vill. Það sem hann vill hefur hann sjaldan séð í návígi með eigin augum. Með ímyndunaraflinu myndar hann sér skoðun. Innan sem utan og allt um kring. Klæðskerasaumað, sérsniðið og á allan hátt fullkomið.
En fjarlægðin gerir oft fjöllin blá og sumt ómótstæðilegt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli