fimmtudagur, 18. janúar 2007

Drátturinn dýri...
Sumt hefur Kúrbíturinn á afrekaskránni, annað ekki. Kúrbíturinn hafði aldrei afrekað það að greiða fyrir drátt á lífsleið sinni, þar til fyrir fáeinum dögum. Einu sinni verður allt fyrst. Drátturinn dýr, greiddur fyrirfram og engar getnaðarvarnir leyfðar.

Kúrbíturinn lagði hausinn í bleyti og vandaði valið. Allt skyldi vera fullkomið. Vó og mat, bæði byggingu og hæfileika. Hugsaði vel og hugsaði lengi.

Meri Kúrbítsins verður leidd undir Aðal frá Nýjabæ...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert aðal, hver er merin?

Bró óskar Kúrbítnum til hamingju og vonandi verður útkoman góð...

BJ sagði...

Já það er greinilega markt sem maður á eftir ólifað í þessu lífi sem því næsta..

Jeg segi bara "góður dráttur marr"

Krist í steríó sagði...

Ég þurfti nú líka einu sinni að borga fyrir drátt. Það er nú langt síðan, svo langt síðan að ég borgaði hann í Pesetum, nú er Evran við völd.......