Drátturinn dýri...
Sumt hefur Kúrbíturinn á afrekaskránni, annað ekki. Kúrbíturinn hafði aldrei afrekað það að greiða fyrir drátt á lífsleið sinni, þar til fyrir fáeinum dögum. Einu sinni verður allt fyrst. Drátturinn dýr, greiddur fyrirfram og engar getnaðarvarnir leyfðar.
Kúrbíturinn lagði hausinn í bleyti og vandaði valið. Allt skyldi vera fullkomið. Vó og mat, bæði byggingu og hæfileika. Hugsaði vel og hugsaði lengi.
Meri Kúrbítsins verður leidd undir Aðal frá Nýjabæ...
3 ummæli:
þú ert aðal, hver er merin?
Bró óskar Kúrbítnum til hamingju og vonandi verður útkoman góð...
Já það er greinilega markt sem maður á eftir ólifað í þessu lífi sem því næsta..
Jeg segi bara "góður dráttur marr"
Ég þurfti nú líka einu sinni að borga fyrir drátt. Það er nú langt síðan, svo langt síðan að ég borgaði hann í Pesetum, nú er Evran við völd.......
Skrifa ummæli