þriðjudagur, 9. janúar 2007

Minningar...
Það er stundum hollt að horfa um öxl, fylla hugann af minningum og velta fyrir sér þeim stað þar sem maður er staddur. Hefur maður gengið til góðs og hvert er förinni er heitið? Kúrbíturinn á margar stórkostlegar minningar frá liðnu ári.

Einn þráður, rauður. Þrír þræðir, bláir...

Langtímaskuldbindingarfælni...
Oft hefur verið sagt að fólk eigi að lifa fyrir daginn í dag, plana síður til framtíðar eða hugsa sjaldan til þess sem er löngu liðið. Kúrbíturinn hefur tekið þetta bókstaflega og hugsar ekki lengra en 47 mínútur fram í tímann. Vandamál, kannski. Sjúkdómur, alveg örugglega.

Það er langt um liðið síðan Kúrbíturinn tók ákvörðun sem hafði áhrif lengur en nokkrar mínútur. Kúrbíturinn er laus, liðugur og fjárfestir aldrei í meira en fimm rauðvínsflöskum í einu.

Kúrbíturinn hefur ákveðið að halda uppteknum hætti um ókomna framtíð. Úpps, getur Kúrbíturinn staðið undir þessari ákvörðun? Ákvörðun í nútíð, áhrif í framtíð.

Varla, hæpið og ólíklegt…

Engin ummæli: