föstudagur, 5. janúar 2007

Hrátt og ósoðið...
Oft fær fólk þekkingu sína frá fólki sem fékk sína þekkingu frá öðru fólki sem fékk sömu þekkingu frá allt öðru fólki. Stundum gott og blessað. Það má samt aldrei taka þekkinguna hráa, að óhugsuðu máli og trúa sem heilögum sannleika lífsins. Allir verða að velta nýrri þekkingu fyrir sér, hvort fótur sé fyrir henni. Er hún kannski röng, hægt að bæta við hana eða breyta. Að öðrum kosti er endalaust verið að steypa fólk í fyrirfram ákveðið form, setja á ákveðinn stall, með ákveðna þekkingu og ákveðna skoðun til manna og málefna.

Stundum er ekki best að kúkur kenni skít...

Meistaraverk...
Uppáhalds Tinnabók Kúrbítsins þessa dagana er Tinni í Tíbet.

Sannkallað meistaraverk…

Meðvitund…
Allt sem Kúrbíturinn ákveður að gera á að koma honum sjálfum og þeim sem í kringum hann er til góða. Svo sannarlega ákveðin sjálfselska. Einungis spurning um skilgreiningu á þeim sem eru í “kringum” hann. Getur verið allt frá nánustu fjölskyldu til hverrar einastu manneskju sem byggir þessa jörð. Vítt er betra en þröngt á þessu sviði.

Kúrbíturinn mun aldrei taka ákvörðun nema hún sé honum sjálfum og öðrum til framdráttar. Meðvituð ákvarðanataka. Kúrbíturinn ætlar að velta fyrir sér hverri einustu ákvörðun og ganga úr skugga að hún sé nánast öllum til góðs.

Hverja einustu stund, hvern einasta dag…

Auðvelt en ekki gott…
Það er svo auðvelt að gera ekki baun í þessum bannsetta bala.

Gleðilega helgi...
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og vonar að allir hafi það sem allra best.

Engin ummæli: