Í skugga mannkynsins...
Ungur maður er staddur í hliðargötu í versta hverfi borgarinnar, reikar án tilgangs. Hugsar um tómleika hjartans, sorgina og brostnar vonir.
Hamingjusamlega gifti þingmaðurinn er nýkominn frá gleðikonunni á horninu, blístrandi lagstúf fyrir munni sér. Sáttur við fjárfestinguna, minningarnar og eigin frammistöðu.
Í gegnum rennblauta rúðuna horfir ástfangna parið í augu, hugsa um nekt hvors annars og greddan að yfirbuga þau.
Róninn á horninu svaf á bekknum sínum í nótt, vaknar við yndislegan kaffiilm og fær sér sopa af helvítis brennivínsflöskunni. Drekkur í botn.
Stúlkan í búðinni á móti svaf illa um nóttina, grettir sig og reiðin fyllir huga hennar. Tíminn er afstæður. Rifrildið kvöldið áður kom henni úr jafnvægi. Hún hefur goldið fyrir ást sína.
Lífið er skringilegt sambland af kærleik og umbuðarlyndi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli