þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Leiftrandi...
Kúrbíturinn telur sig vera nokkuð gott grænmeti. Telur sig koma vel fram við alla þá sem draga andann á þessari jörð. Kúrbíturinn er yfirleitt sáttur við sjálfan sig, með öllum sínum kostum og löstum.

Það eru samt ekki allir sáttir við Kúrbítinn þrátt fyrir einlægan ásetning hans í þá átt að vera gott grænmeti. Láta skoðun sína í ljós. Hér og þar en þó aðallega þar. Stundum undir nafni, oftast ekki.

Kúrbíturinn tekur þessu með stóískri ró þar sem hann er uppfullur af leiftrandi æðruleysi og samúð í garð þeirra sem skrifa.

Það er örugglega ekki auðvelt að vera þeir...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Undarleg hegðun að áreita grænmeti! Kúrbíturinn tekur á málinu af stóískri ró ... enda erfitt að eiga við nafnleysingja sem áreita grænmeti!
Guð veri með gerendunum og fyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra!
;)
Krúttlingur