Oftast nóg, sjaldnast ekki...
Kúrbíturinn er með í huga lítið hús með stórri verönd allt um kring. Umkringis ræktuð jörð eins langt og augað eygir og fjallasýnin dásamleg. Á veröndinni er hlaðinn viðarofn og stórkostlegt skjól fyrir veðri og vindum, skjólið gert úr bæði lifandi við og dauðum. Dekkað borð fyrir þrjá tugi, matur fyrir fimm tugi og rauðvín fyrir sjö tugi.
Éta mikið, drekka meira og njóta mest...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli