Kúrbíturinn er á leið til Mílanó á nýjan leik. Það er ekki borgin sem kallar á hann, borgin ein og sér er dauð. Það er fólkið sem glæðir lífi í borgina. Hús, götur og torg. Borgin er leiksviðið, fólkið eru leikendurnir og allt iðar af lífi.
Sum leiksvið vekja upp góðar minningar. En það fylgja ekki góðar tilfinningar öllum góðum minningum. Sumar góðar minningar minna mann á eitthvað sem var, leið undir lok og kemur aldrei aftur. Í kjölfarið fæðist eitthvað annað, blómstrar, fölnar og deyr. Allt sem lifir deyr, mikilvægt að það sé lifandi þegar það deyr. Sumt fljótt, annað seint eða á sama tíma og maðurinn sjálfur.
En það er gott eiga sér sitt eigið leiksvið í framandi landi. Hér og þar, hingað og þangað. Komast burt eða mögulega aftur heim. Ólíkar áherslur, áhrif og tíðarandi.
Njóta og mergsjúga alveg í botn...

Reykjavík, Keflavík, Amsterdam, Mílanó, Pizza, Crudo, Grana Padano, Vino Rosso, Caffé, Corso di Porta Ticinese, Mar Rosso, Le Stelle Marine, Bar della Crocetta, Yummi Yummi, Trattoria Toscana, Mojito, Vino Bianco, Piadine, Briosce, Gazzetta dello Sport, Metropolitana, Brera, Fresco Bar, La Divina, Naviglio Pavese, Mirto, Vino Rosso, Salmone e Scamorza, Parco Sempione, Maria Shutko, Valerie Foudin, Massimiliano Busnelli, Blandine Blixner, Gin&Tonic, Egill Briem, Cristina Valle, Fabio Evola, Rocket, San Siro, Bar Magenta, Aperitivo, Panino con Mozzarella, Crudo e Rucola...
3 ummæli:
..góða ferð "gamli" og njóttu ;)
Sæll og blessaður
Þekki þig ekki neitt en rakst á bloggið þitt. Falleg orð og orð að sönnu.
Grenja mig grænan við þennan lestur kræsinganna...
kv, BJ
Skrifa ummæli