miðvikudagur, 31. október 2007

Fast og fljótandi...
Kúrbíturinn étur ávallt þegar hungrið öskrar á hann, eiginlega étur hann þó hungrið hvísli einungis lágt og undurblítt í eyra hans. Einu kvöldi í Mílanó eyddi Kúrbíturinn í góðra vina hópi á veitingastað sem sérhæfði sig í kræsingum upprunum frá sjálfri Mílanóborg. Kúrbíturinn gæddi sér á Risotto alla Milanese í forrétt, Cotoletta alla Milanese í aðalrétt og svolgraði herlegheitunum niður með slatta af víni úr héraðinu.

Allt úr héraðinu nema ginið, það var breskt...






Engin ummæli: