sunnudagur, 4. nóvember 2007

Það er alls ekki týnt...
Það er nauðsynlegt að týna ekki barninu í sjálfum sér. Leikföng geta einfaldlega verið stórkostleg. Kúrbíturinn kíkti í leikfangaverslun í góðum félagsskap. Kúrbíturinn tók bróður sinn, son hans og systur með í leiðangurinn.

Tilgangurinn með ferðinni var að fjárfesta í risastórri kappakstursbraut. Eftir mikla leit, vangaveltur og hugsanir var fjárfest í einni af þeim stóru. Óþarfi að vera í sjálfu sér að flækja hlutina.

Alla helgina var stundaður kappakstur af miklum móð með tilheyrandi keppnisanda og spennuþrungnu andrúmslofti.

Kúrbíturinn vinnur stundum, stundum ekki...

Engin ummæli: