miðvikudagur, 19. desember 2007

Naflaskoðun...
Það er öllum hollt að skoða naflann á sjálfum sér. Endrum og eins. Skera upp eða niður. Standast skoðun eða falla með skömm. Betra að falla fyrr en miklu síðar. Fyrr er möguleiki en síðar getur verið vonlaust.

Að eiga auðvelt er kostur...
Kúrbíturinn telur það vera stóran kost að eiga auðvelt með að fyrirgefa fólki, fólki sem eitthvað hefur gert á manns eigin hlut. Það sem er liðið er liðið. Það hefur einhver frelsandi áhrif að fyrirgefa, ýta atburðinum á bak við sig og horfa fram á veginn.

Meistaraverk...
Uppáhalds Tinnabók Kúrbítsins þessa dagana er Tinni í Sovétríkjunum.

Engin ummæli: