þriðjudagur, 28. október 2008

Yndislegt skjól...
Kúrbítnum líður einstaklega vel í nærveru hesta, finnst bæði þögnin heillandi og þessi gagnkvæmi skilningur án orða. Þessa dagana er einkanlega yndislegt að komast í þetta skjól á flótta undan krepputali almúgans, ósannfærandi orðræðum ráðamanna og helgislepjutali í auðmönnum þjóðarinnar.

Þar er talað um hesta, konur og brennivín...

Engin ummæli: