fimmtudagur, 11. júní 2009

Að selja eða selja ekki...
Það er einhvern veginn þannig að maður á það til að vilja eignast hluti sem verða hluti af manni sjálfum á einhvern fáránlegan og mjög svo einkennilegan hátt.

Kúrbíturinn á bifreið sem hefur verið hluti af honum í þó nokkurn tíma. Þetta er gullfalleg 27 ára blæjubifreið af gerðinni Mercedes Benz. Eitt sinn notaði Kúrbíturinn bifreiðina mikið og hún varð einhvern vegin hluti af þeirri persónu sem Kúrbíturinn taldi sig vera á þeim tíma. Undanfarin misseri hefur bifreiðin staðið inn í bílskúr staðsettum í úthverfi Reykjavíkur, rétt hreyfður endrum og eins. Á þessum tíma hefur skynjun Kúrbítsins á því að bifreiðin sé hluti af honum rofnað, orðið að engu og fjarað út. Í dag er þetta einfaldlega ansi dýr hlutur geymdur inn í bílskúr og ekki nýttur í þeim tilgangi sem hann var framleiddur til, þ.e. að koma fólki á milli staða.

Þegar Kúrbíturinn horfir á þessa bifreið í dag þá sér'ann ekkert nema fallegan hlut sem geymdur er innan um garðáhöld, verkfæri og vinnufatnað.

Að selja eða selja ekki, það er spurningin...

Engin ummæli: