Leiðirnar...
Í lífinu gengur maður ákveðna leið, stundum til góðs, stundum ekki. Sumir ganga mismunandi leiðir í stuttan tíma sinn en aðrir ganga sömuleiðina, allt til enda. Oft velur maður þá leið sem maður gengur í lifinu en stundum togar leiðin í mann sjálfan. Spurning um að velja eða vera valinn. Oft er leiðin greið, stundum grýtt en sjaldnast ófær.
Seint um síðir getur það gerst að maður vaknar upp við vondan draum, svokallaðan raunveruleika. Stundum of seint en oftast ekki. Einhver innri rödd eða tilfinning öskrar á breytingar, leit að nýrri leið sem maður velur sjálfur.
Kúrbíturinn leitar nýrra leiða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli