föstudagur, 28. september 2012

Rafmögnuð endurgerð...

Kúrbíturinn hefur lengi verið hrifinn af Piaggio Ape Calessino sem upphaflega var hannaður af Corradino d‘Ascanio og sló í gegn á árunum 1950-1960, tímabil sem oft hefur verið nefnt La Dolce Vita. Piaggio Ape Calessino varð mjög vinsæll þar sem hann endurspeglaði kjarna þess sem Ítalir stóðu fyrir: njóta lífsins með stíl en samt á einfaldan hátt.

Nú getur fólk upplifað drauminn þar sem nú hefur verið hafinn framleiðsla á nýjum Piaggio Ape Calessino sem knúinn er rafmagni og verður framleiddur í takmörkuðu upplagi, einungis verða 999 eintök framleidd.




Engin ummæli: