föstudagur, 28. september 2012

Í viðjum ónauðsynleikans

Lífið er fullt af svo mörgu. Áreiti og freistingar. Sumt hjá sumum en annað hjá öðrum. Hefst með einu skipti en verður fljótt að vana. Tilgangurinn oft óljós en afleiðingin ljós – tímaeyðsla og tilgangsleysi.

Stundum er gott að hverfa burt í nokkurn tíma, brjóta upp mynstrið og kollsteypa tilverunni. Ný sýn á allt og stundum alla. Horfa á hversdagslíf sjálfs síns með gagnrýnum augum. Oft kemur í ljós að stór hluti af vönum hversdagsins hafa þann eina tilgang að drepa tímann.

Einkennilegt notkun á tíma þar sem enginn lifir að eilífu...

Engin ummæli: