miðvikudagur, 3. febrúar 2010

ÞESSI LEYNIÞRÁÐUR...

Oft hefur verið sagt að á milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Einhver þráður sem myndast án orða en með fullkomnu samþykki og skilningi. Traust og væntumþykja sem vex með samveru og nánum kynnum.

Ferðalag með þessum félögum, hesti og hundi, um fornar götur fjarri mannabyggð er stórkostleg upplifun. Tilhugsunin um félagsskap þarfasta þjónsins og besta vinar mannsins ásamt brjóstbirtu á pela í fallegri náttúru er einhvern veginn svo fullkomin.

Það er blankalogn á köldum sumardegi, þokan þykk og skyggni ekkert. Smá lögg eftir í pelanum og ennþá tvær brauðsneiðar eftir í hnakktöskunni. Maður löngu búinn að tapa áttum, gjörsamlega villtur og tímaskynið horfið. En á baki hestsins heldur maður áfram með slakan taum, lætur hugann reika, fullur trúnaðartrausts, vitandi vits að hesturinn skilar manni heim, heilum og höldnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegur og einlægur texti ...

Kveðja,
ÞK