Ég fór í gærkvöldi til Stokkseyrar í þeim erindagjörðum að borða eins mikinn humar og ég gat í mig troðið á veitingastaðnum Við fjöruborðið. Þetta var ótrúlega gott og æðislegt að svona staðir skulu vera til hér á landi. Það er alltaf fullt á þessum stað alla daga vikunnar og verður maður að panta borð með nokkrum fyrirvara til að vera alveg öruggur um að komast að. Þetta er skemmtileg upplifun að borða á þessum stað, það er næstum því gert að skilyrði að borða með öllu andlitinu, drekka mikið og skemmta sér vel í góðra vina hópi. Ég tek ofan fyrir þessum stað og það er gott að eiga loksins erindi í kaupstaðinn Stokkseyri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli