Nú er helgin á enda og heppnaðist hún mjög vel í alla staði. Haldið var að stað á föstudagskvöldið og stefnan sett á Húsafell. Þar hafði ég hugsað mér að trufla og hreinlega leggjast upp á vinafólk mitt, sem hafði leigt sér þar sumarbústað. Um kvöldið var tekið aðeins á því, legið í pottinum og virkilega haft það stórkostlegt.
Spiluðum smá gúrku.....tapaði ekki mjög oft.
Fór í náttúruskoðun á laugardeginum ásamt Fríðu, Siggu og Magga. Fórum upp í Selsgil eða var það Teitsgil, síðan upp á Bæjarfellið og meira að segja alveg upp á Fellsöxlina. Við vorum stolt þegar við stóðum upp á þessum háa tindi og horfðum yfir landið. Við sáum Snæfellsjökull í vestur, Dyrhólaey eiginlega í suður, Lagarfljótsorminn í austur og kántýbæ í norður.....þetta var stórkostleg sjón. Til að láta þreytuna líða úr sér var farið í sund, legið í pottinum og slappað af. Um kvöldið var grillað, drukkið og skemmt sér mjög vel fram undir morgun.
Spiluðum smá gúrku.....tapaði ekkert svakalega oft en þó slatta.
Sunndagurinn var nýttur til þess að liggja í leti og gera nákvæmlega ekki neitt. Veðrið var stórkostlegt og allar aðstæður til letilífs eins og þær gerast bestar. Um kvöldið var síðan farið í sumarbústað í Svínadal þar sem var étinn mjög góður matur, drukkið og reynt að njóta þess besta sem lífið hefur upp á bjóða.
Síðan var keyrt til höfuðborgarinnar í gær (mánudag) og farið á æfingu eftir gott helgarfrí. Það var góð tilfinning að mæta á æfingu, maður var ferskur og í góðu standi eftir ferðalag helgarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli