þriðjudagur, 29. júlí 2003

Það gerðist margt og það gerðist mikið á laugardaginn. Ég sat með tveimur félögum mínum á kaffihúsi á sama tíma og einn félagi okkar var að láta skíra son sinn.....eins og kemur fram var okkur ekki boðið og vorum við allir brjálaðir. Það er nú kannski ekki alveg rétt að við höfum verið brjálaðir en við áttum svolítið erfitt í svolítinn tíma. En þegar skírninni var lokið þá ákveða þau skötuhjúin að nota tækifærið og gifta sig í leiðinni, þá vorum við endanlega snældubrjálaðir. Ekki nóg með það að okkur var ekki boðið í skírnina þá var okkur heldur ekki boðið í giftinguna. En á meðan við sátum eins litlir strákar sem skildir höfðu verið útundan og kláruðum síðustu dropana af Caffé Latte-unum okkar þá ákváðu þau að eiga hvort annað og virða og svo framvegis til æviloka. En það leið ekki á löngu að við félagarnir fengum SMS, þar sem okkur var tilkynnt formlega um nafnið á erfingjanum, giftinguna og rúsínan í pylsuendanum var að okkur var boðið heim til þeirra hjóna um kvöldið í léttar veitingar. Þá færðist bros yfir andlit okkar strákana á kaffihúsinu, við hættum að vera strákarnir sem voru skildir voru útundan og urðum að glöðu strákunum sem boðið var í giftingarveisluna. Allir fórum við og samglöddumst giftingarhjónunum á þessum merkilegu tímamótum í lífi þeirra og að sjálfsögðu okkar líka.

Eftir að ég hafði farið í hina skyndilegu giftingarveislu þá fór ég ásamt kærustunni minni í innflutningspartý hjá vinkonu hennar...og hún er sko held ég líka smá vinkona mín líka. Ég hef ekki orðið svona afprýðissamur í langan tíma því þetta var ein fallegasta íbúð sem ég hafði séð í langan tíma. Ég bý í kjallaraíbúð í úthverfi Reykjavíkur og fyllist því stundum af öfundartilfinningu þegar ég kem inn í fallegar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur. Það var allt við þessa íbúð og hún var næstum því fullkomin. Staðsetningin er frábær, flottur aðgangur að henni, hátt til lofts, skemmtilega skipulögð og ótrúlega flott innréttuð. Þegar maður kom inn íbúðina þá fékk maður það á tilfinninguna að þau hafi búið þarna mjög lengi en í stað þess höfðu flutt inn nokkrum dögum áður. Ég óska þeim svo sannarlega til hamingju nýju íbúðina og hlakka til að verða boðið í mat sem allra...allra....aaaallra fyrst.

Engin ummæli: