föstudagur, 25. júlí 2003

Niðurstaðan í gær var 1-1 jafntefli á móti Grindavík á útivelli. Miðað við gang leiksins í heild sinni þá voru þetta sanngjörn úrslit í góðum leik. Við vorum að spila ágætlega, gott spil í gangi og baráttan til fyrirmyndar. Vörnin spilaði mjög vel og gaf hún Grindvíkingunum mjög fá færi þannig að ég þurfti sjaldan að hafa mikið fyrir hlutunum. Það voru mikil batamerki á liðinu og horfum við Fylkismenn björtum augum á framhaldið. Það er stíft prógramm í ágúst mánuði og ætlum við okkur standa okkur vel í þeirri baráttu.

Stuðningsmenn Fylkis áttu stórleik í gær og var stuðningur þeirra frábær. Það er alltaf góð tilfinning að finnast maður vera á heimavelli hvar sem maður er að spila, hvort sem það er á Laugadalsvelli, Akureyri eða Grindavík. Ég tek að ofan fyrir stuðningsmönnum félagsins og vona ég að stuðið hjá stuðningsmönnum félagsins haldi áfram allt til enda tímabilsins.

Engin ummæli: