Það gerðust undur og stórmerki í dag...... ég hugsaði!!!!!. Þetta hefur nánast ekki gerst síðan ég hætti að reykja. Þá er ekki að meina að ég hafi ekki notað það sem er á milli eyrnanna á mér, heldur að ég settist niður með kaffibollann, lét hugann reika og skoðaði og pældi í hinum ýmsu málum frá öllum mögulegum hliðum. Þetta er eitthvað sem maður gerði mikið af þegar maður var ennþá í reykingabransanum, reykingafólk hefur sem sagt ástæðu til þess að hugsa í korter....um allt og ekki neitt og það nokkrum sinnum á dag. Þetta gerist samt ekki ef þú ert eingöngu félagslegur reykingamaður, færð þér sem sagt aldrei að reykja nema einhver annar sé líka að fara að fá sér að reykja. Þegar maður fer einn að reykja er maður eiginlega að fara að hugsa í korter, það er ekki hægt að segjast vera að fara að eingöngu til þess að hugsa um allt og ekki neitt í korter.....maður verður að hafa ástæðu. Reykingar eru sem sagt ástæða til þess að hugsa, svo ótrúlegt sem það hljómar. Fólk sem er algjörlega laust við löngun til þess að reykja getur örugglega tekið sér korter til þess að hugsa um allt og ekki neitt og haldið svo áfram að gera það sem það var að gera. Ekki stend ég sjálfan mig samt oft að þessu hugsunarkorteri þessa dagana. Að sjálfsögðu verð ég að taka það inn í reikninginn að ég er eiginlega nýhættur að reykja og því ennþá fastur í viðjum vanans.
Eins og áður sagði lenti ég í því að hugsa, ég hugsaði margt og ég hugsaði mikið. Eitt af þessum hugsunarviðfangsefnum var sagnorðið "að hlakka til", þessi athöfn getur bæði verið góð og slæm. Það getur verið gott og gaman að hlakka til einhvers, það byggir upp ákveðna spennu og eftirvæntingu. En það getur verið margt slæmt við það að vera endalaust að hlakka til einhvers. Þá er maður alltaf að bíða framtíðarinnar og einhvers sem gerist eftir einhvern ákveðin tíma. Sem dæmi að núna hlakka ég mikið til að byrja í Bocconi-University, þá gæti ég farið að hlakka rosalega til að klára námið, svo fer ég að hlakka til að finna mér vinnu....o.s.frv. Það er einnig til fólk sem er endalaust að gera ýmsa hluti og athafnir til þess að reyna að upplifa einhverjar tilfinningar sem það hefur fundið áður og upplifað einhvern tímann í fortíðinni. Örugglega verst er að vera endalaust að hlakka til að upplifa einhverja hluti í framtíðinni sem vekja upp hjá manni einhverja nostalgíutilfinningu um eitthvað sem gerðist í fortíðinni.
Fortíðin skiptir ekki máli (hún er liðin og maður getur ekki gert neitt til þess að breyta henni), framtíðin er ekki komin (því ekki möguleiki til þess að njóta hennar fyrr en hún rennur upp).........það er því núið sem skiptir öllu máli (það andartak sem við upplifum hverju sinni er það andartak sem við eigum að njóta).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli