Íslenska landsliðinu tókst ætlunarverkið í Færeyjum í gærkvöldi, að ná í þrjú stig og tylla sér tímabundið á toppinn í riðlinum. Staðan er núna orðin mjög skemmtileg, riðillinn er opinn upp á gátt og allt getur gerst. En það er ein niðurstaða sem gæti komið upp í riðlinum sem væri nokkuð skemmtileg. Segjum sem svo að við vinnum Þýskaland hér heima með einu marki en töpum í Þýskalandi með sama mun, Skotar vinna Færeyjar með tveimur mörkum, vinna síðan Litháen með einu marki og gera jafntefli við Þýskaland. Ef þetta færi svona þá yrðu Ísland, Þýskaland og Skotland öll efst og jöfn með 15 stig og hvert lið með markatöluna fimm mörk í plús. Ég veit ekki hvað myndi þá greina liðin að......hvort það séu innbyrðisviðureignir sem myndu gilda, flest skoruð mörk o.s.frv. Það væri svo rúsínan í pylsuendanum að við myndum lenda í efsta sæti vegna þess að íslenska liðið hefur skorað flest mörk, Skotland lenti í öðru sæti og Þýskaland sæti eftir með sárt ennið í þriðja sætinu.
Þetta er svolítið langsótt............eða hvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli