föstudagur, 8. ágúst 2003
Stundum tekur maður mjög rangar ákvarðanir í lífinu. Í hádeginu í dag ætlaði ég að fá mér létta samloku og latte á Kaffitári til að taka með, labba síðan um miðbæ Reykjavíkur og skoða fjölskrúðugt mannlífið. En í staðinn ákvað ég að fara í mötuneytið, éta mig fullsaddan af einhverjum pizzuskratta, drekka volgt vatn með, maskínukaffi á eftir og lenda í nær gagnslausum umræðum um íslenskt skattkerfi. Núna sit ég inni á skrifstofunni minni, ofboðslega illt í maganum og með móral yfir öllu saman. Að sjálfsögðu er ég búinn að lofa sjálfum mér að gera þetta aldrei aftur og segi við sjálfan mig eins og venjulega.........hér eftir tek ég alltaf réttar ákvarðanir...............
Skrifað af
Kúrbíturinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli